top of page
anna_antjetaiga_2021_19.jpg
Frábæra, bæra

UM LÖGIN

Sálmurinn Frábæra, bæra er eftir Sr. Jón Þorsteinsson píslarvott (1570-1627) úr Vestmannaeyjum en hann var svo nefndur vegna þess að hann var veginn í Tyrkjaráninu. Kvæðið lýsir fæðingu Jesú Krists á jólanótt að viðstöddum englaskara og hljóðfæraslætti. 

Lagið á sér forvitnilegan uppruna þar sem það er upphaflega tenórrödd úr fjögurra radda jólamótettu, Gaudete psallentes. Hér má heyra Kammerkórinn Carmina flytja mótettuna við sálm Jóns Þorsteinssonar. 

Tenórröddin öðlaðist sjálfstætt líf á Íslandi, varð að þjóðlagi og er að finna í sex íslenskum handritum, þar á meðal Hymnodiu. Hér má heyra sönghópinn Hymnodiu syngja laglínuna.

 

UM ÚTSETNINGUNA

Útsetningin er byggð á fimmundinni d-a. Fylgirödd 1 heldur stöðugum takti en flaututónar, bæði náttúrulegir og fingrasettir, eru áberandi í öðrum fylgiröddum. Flaututónarnir gefa tónlistinni ójarðneskan og gegnsæan blæ. Fingrasettir flaututónar í fylgirödd 3 eru töluverð áskorun fyrir sellista sem þurfa að notast við þumalstillingu á köflum. Fylgirödd 3 er því skrifuð út í tvennu lagi fyrir selló, annars vegar á flaututónum og hins vegar hljómandi. Fylgirödd 3 er skrifuð út hljómandi fyrir kontrabassa af sömu ástæðu. 

Taktskipti eru úr 3/4 yfir í 4/4, púlsinn helst sá sami. 

 

TILBRIGÐI

Útsetningin er í tveimur hlutum. Hægt er að flytja einungis annan hlutann og endurtaka ef syngja á bæði erindin. Einnig er hægt að leika fyrra erindið án fylgiraddar 3 og seinna erindið tutti og nota þá 1. eða 2. hluta fylgiraddar 3, allt eftir því sem hentar betur. Hægt er að spinna á langspil með útsetningunni og stilla þá strengina í hreina fimmund, d og a.

 

HLEKKIR

Raddskrá-dæmi                                         Einföld raddskrá – mp3

Frábæra, bæra

1.500krPrice
  • Heimilt er að deila stökum skjölum og hljóðskrám rafrænt með nemendum.

LL_logo_white_screen.png

ANNA

HUGA

Anna Hugadóttir
Bergþórugötu 25,
101 Reykjavík
Íslandi / Iceland
Tel: 00354 6943592

ARFURINN 2 Starfsmenntunarsjóður FÍH styrkti verkefnið og er verkefnið einnig unnið að hluta til fyrir starfslaun úr launasjóði tónlistarflytjenda.

Logo - FÍH.png
LL_logo_white_screen.png

GREIÐSLUR

Annahuga.is býður upp á greiðslu með millifærslu. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum þegar gengið er frá kaupum

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, Gréta Rún Snorradóttir sellóleikari og Páll Hannesson kontrabassaleikari fyrir yfirlestur og góð ráð við gerð útsetninganna og

Tómas Eric hjá Onit - Multimedia fyrir uppsetningu efnisins og gerð nýrrar vefsíðu. 

© 2021 - 2024  |    Allur réttur áskilinn

bottom of page