top of page
anna_antjetaiga_2021_19.jpg
Álfadans - Góða veislu gjöra skal
  • UM LAGIÐ

    Lagið sem þessi útsetning byggir á er vikivaki eða hringdans sem ýmist er talinn af íslenskum eða færeyskum uppruna enda náskyldur færeyska sagnadansinum Óluvu kvæði. Ég hef lagið eftir eyra og uppskrift Bjarna Þorsteinssonar

     

    UM ÚTSETNINGUNA

    Útsetningin skiptist í 3 hluta og er hún sett við fyrstu 2 erindi Álfadans og Góða veislu gjöra skal. Fylgiraddirnar eru innblásnar af hrynjanda hringdansins sem dansaður er við lagið. Þegar dansaður er vikivaki mynda dansarar hring, haldast í hendur eða taka um axlir hvers annars og stíga tvö dansspor til vinstri og eitt til hægri. Tilvalin undirbúningsæfing er að stíga vikivaka með hljóðfæraleikurunum og syngja lagið með. 

    Þessi útsetning er meira krefjandi fyrir selló og bassa en fiðlur og víólur, nokkuð sem gott er að hafa í huga þegar skipað er í raddir. Fylgirödd 1 er skrifuð tvíradda, hægt er að spila hana á lausum strengjum á fiðlur en víólur, selló og kontrabassar þurfa að geta sett 1. fingur á D streng. Ef  2. og 3. hluti eru of krefjandi fyrir fylgirödd 2 er ekkert því til fyrirstöðu að endurtaka 1. hluta og koma svo inn í takt 27 í lokin. Fylgirödd 3 bæði hljómsetur og tekur undir laglínuna. Víóla, selló og bassi geta valið að spila laglínuna áttund neðar ef það hljómar betur. 

     

    TILBRIGÐI

    Álfadans Jóns Ólafssonar er alls 3 erindi og hægt er að flytja öll erindin með söng með því að endurtaka það erindi sem hentar hópnum best. Einnig má taka eitt erindi út úr útsetningunni og endurtaka eftir smekk. Þá er tilvalið að leika fylgirödd 2 ýmist pizzicato eða arco.

     

    HLEKKIR

    Raddskrá-dæmi                              Einföld raddskrá – mp3

    Álfadans - Góða veislu gjöra skal

    1.500krPrice
    • Heimilt er að deila stökum skjölum og hljóðskrám rafrænt með nemendum.

    LL_logo_white_screen.png

    ANNA

    HUGA

    Anna Hugadóttir
    Bergþórugötu 25,
    101 Reykjavík
    Íslandi / Iceland
    Tel: 00354 6943592

    ARFURINN 2 Starfsmenntunarsjóður FÍH styrkti verkefnið og er verkefnið einnig unnið að hluta til fyrir starfslaun úr launasjóði tónlistarflytjenda.

    Logo - FÍH.png
    LL_logo_white_screen.png

    GREIÐSLUR

    Annahuga.is býður upp á greiðslu með millifærslu. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum þegar gengið er frá kaupum

    SÉRSTAKAR ÞAKKIR

    Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, Gréta Rún Snorradóttir sellóleikari og Páll Hannesson kontrabassaleikari fyrir yfirlestur og góð ráð við gerð útsetninganna og

    Tómas Eric hjá Onit - Multimedia fyrir uppsetningu efnisins og gerð nýrrar vefsíðu. 

    © 2021 - 2024  |    Allur réttur áskilinn

    bottom of page