top of page
anna_antjetaiga_2021_19.jpg
Það á að gefa börnum brauð

UM LÖGIN

Það á að gefa börnum brauð er gömul þjóðvísa. Í vísunni eru talin upp þau gæði sem höfundi vísunnar finnst að börn ættu að njóta á jólunum: brauð, kertaljós, falleg föt og feitt kjöt.  Í lok vísunnar er minnst á Grýlu en hún er víðs fjarri þessari jólaveislu enda steindauð eftir að hafa gefist upp á því að flakka um og leita að óþægum börnum í pottinn sinn

Á vef Árnastofnunar er kvæðið sungið við ýmis lög, mörg hver mjög hressileg. Ég set kvæðið  hér við alkunna þjóðvísu sem mikið er sungin í skólum og leikskólum. 

setja inn fylgirödd 3 eftir smekk.

UM ÚTSETNINGUNA

Útsetningin er kántrískotin og mjög rytmísk. Gott er að æfa rytmamynstrin í fylgiröddum 1 og 3 eftir eyra á lausum G streng og syngja lagið með áður en allar raddir eru settar saman.  Fylgirödd 3 fær að spreyta sig á forslögum og fjölbreyttum bogastrokum. 

Synkópurnar í fylgirödd 1 og 2 má spila fram og til baka eða niður-upp-upp, allt eftir getu og færni spilaranna.

 

TILBRIGÐI

Hægt er að flytja lagið tvisvar í heild sinni, í fyrra skiptið án fylgiraddar 3 og í seinna skiptið tutti. Ef lagið er flutt með söngvurum má flytja það þrisvar, með söng – án söngs – með söng og sleppa eða setja inn fylgirödd 3 eftir smekk. Einnig má hækka fylgirödd 2 og 3 um áttund hjá fiðlum. Bogastrok eru tillögur.

 

HLEKKIR

Raddskrá-dæmi                            Einföld raddskrá – mp3

Það á að gefa börnum brauð

1.500krPrice
  • Heimilt er að deila stökum skjölum og hljóðskrám rafrænt með nemendum.

LL_logo_white_screen.png

ANNA

HUGA

Anna Hugadóttir
Bergþórugötu 25,
101 Reykjavík
Íslandi / Iceland
Tel: 00354 6943592

ARFURINN 2 Starfsmenntunarsjóður FÍH styrkti verkefnið og er verkefnið einnig unnið að hluta til fyrir starfslaun úr launasjóði tónlistarflytjenda.

Logo - FÍH.png
LL_logo_white_screen.png

GREIÐSLUR

Annahuga.is býður upp á greiðslu með millifærslu. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum þegar gengið er frá kaupum

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, Gréta Rún Snorradóttir sellóleikari og Páll Hannesson kontrabassaleikari fyrir yfirlestur og góð ráð við gerð útsetninganna og

Tómas Eric hjá Onit - Multimedia fyrir uppsetningu efnisins og gerð nýrrar vefsíðu. 

© 2021 - 2024  |    Allur réttur áskilinn

bottom of page